Forsíða
60.349 greinar á íslensku.
Narges Mohammadi
Narges Mohammadi er íranskur mannréttindasinni, vísindamaður og varaforseti Miðstöðvar verndara mannréttinda, sem er stýrt af mannréttindalögfræðingnum og Nóbelsverðlaunahafanum Shirin Ebadi. Í maí árið 2016 var hún dæmd til sextán ára fangelsis í Teheran fyrir að stofna og stýra „mannréttindahreyfingu sem berst fyrir afnámi dauðarefsinga“. Árið 2023, á meðan Mohammadi var enn í fangelsi, hlaut hún friðarverðlaun Nóbels fyrir „baráttu hennar gegn kúgun kvenna í Íran og fyrir mannréttindum og frelsi öllum til handa“.
Á tíma mótmælanna sem hófust vegna dauða Möhsu Amini í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar árið 2022 gaf Narges Mohammadi út skýrslu þar sem farið var yfir kynferðislegt og líkamlegt ofbeldi gegn konum. Í janúar 2023 gaf hún út skýrslu þar sem farið var yfir aðstæður kvenna í Evin-fangelsi, meðal annars lista yfir 58 fanga og yfirheyrsluferlin og pyntingarnar sem þær hefðu verið beittar. 57 kvennanna höfðu varið samtals 8.350 dögum í einangrunarvist. 56 þeirra voru dæmdar til 3.300 mánuða samtals.
Vissir þú...

- … að fyrsta bannið við dauðarefsingum og pyntingum í nútímaríki var lagt árið 1786 í Stórhertogadæminu Toskana af Leópold 2. keisara?
- … að viðskiptaveldi Medici-ættarinnar var eitt hið fyrsta sem notaði höfuðbækur í bókhaldi sínu til að hafa eftirlit með inneignum og skuldfærslum?
- … að annar forseti Írans, Mohammad-Ali Rajai (sjá mynd), var myrtur eftir aðeins tvær vikur í embætti?
- … að lögreglan á Stór-Lundúnasvæðinu í Englandi er kölluð Scotland Yard eftir upphaflegum höfuðstöðvum lögregluliðsins í Whitehall-höll, þar sem aðalinngangurinn sneri út að götu í Westminster sem heitir Great Scotland Yard?
- … að HMS Prince of Wales, sem kom til Íslands árið 2022, er stærsta herskip sem komið hefur til landsins?
Fréttir

- 12. júlí: Samið er um þinglok á Alþingi eftir að 71. grein þingskaparlaga er beitt til að stöðva málþóf stjórnarandstöðunnar um frumvarp ríkisstjórnarinnar um veiðigjald.
- 1. júlí: Forsætisráðherra Taílands, Paetongtarn Shinawatra (sjá mynd), er vikið úr embætti vegna ásakana um spillingu.
- 24. júní: Samið er um vopnahlé í stríði Ísraels og Írans.
Yfirstandandi: Borgarastyrjöldin í Jemen • Borgarastyrjöldin í Súdan • Innrás Rússa í Úkraínu / Stríð Rússlands og Úkraínu • Stríð Ísraels og Hamas • Sýrlenska borgarastyrjöldin
Nýleg andlát: Muhammadu Buhari (13. júlí) • Diogo Jota (3. júlí) • Magnús Þór Hafsteinsson (30. júní) • Clark Olofsson (24. júní)
15. júlí
- 2003 - Mozilla Foundation var stofnuð.
- 2009 - 168 fórust þegar Caspian Airlines flug 7908 hrapaði við Qazvin í Íran.
- 2010 - Hjónabönd samkynhneigðra voru heimiluð í Argentínu, fyrstu suðuramerískra landa.
- 2012 - Lagið „Gangnam Style“ með kóreska tónlistarmanninum Psy var birt á YouTube.
- 2012 - Danski fornleifafræðingurinn Olaf Olsen játaði að hafa sem ungur kommúnisti látið Sovétríkjunum í té persónuupplýsingar.
- 2016 - Hópur innan tyrkneska hersins hóf misheppnaða tilraun til valdaráns. Miklar hreinsanir fylgdu í kjölfarið.
Systurverkefni
|